

Verkefnastjóri verkefnagátar
Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum verkefnastjóra með skipulagshæfileika og góða yfirsýn til að starfa í öflugu teymi Flugvallarþróunar og uppbyggingar. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem unnin eru þvert á deildir í samvinnu við aðra verkefnastjóra sem tilheyra einingunni. Helstu hlutverk verkefnastjóra eru á þróunar- og framkvæmdastigi, s.s. kostnaðar- og tímastjórnun, áhættu-, breytinga- og upplýsingastjórnun. Fram undan eru mörg spennandi verkefni sem snúa að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar.
Helstu verkefni
-
Hönnun og innleiðing á ferlum og verklagsreglum fyrir fjárfestingar í framkvæmdaverkefnum
-
Miðla og stýra upplýsingum til stjórnenda og hagaðila
-
Greiningarvinna
-
Stýra og styðja við breytingar á vinnubrögðum frá aðfangakeðju til framkvæmdar
-
Þróun á ferlum, skipulagi og aðferðum við að meta flækjustig, umfang og áhættu verkefna
-
Aðstoðar verkefnastjóra framkvæmdaverkefna s.s. við kostnaðarstýringu, tímaáætlanir og breytingastjórnun
-
Tekur þátt í verkefnum sem unnin eru þvert á svið Isavia
-
Sinnir öðrum tilfallandi verkefnum
Menntun og hæfni
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. verkefnastjórnun, verkfræði, fjármálum eða viðskiptafræði
-
Góð reynsla og þekking á að vinna í Excel er nauðsynleg
-
Reynsla af kostnaðar- og tímaáætlunum í verkefnum er kostur
-
Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð samskiptahæfni
-
Góð íslensku-og enskukunnátta í ræðu og riti
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli og Hafnarfirði
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Páll Svavar Pálsson, forstöðumaður, í gegnum netfang [email protected]
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.













