Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Verkefnastjóri umhverfismála

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa laust til umsóknar starf verkefnastjóra með áherslu á umhverfismál. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða, við þróun og framkvæmd fræðslu- og kynningaráætlunar um umhverfismál með sérstakri áherslu á úrgangsforvarnir.

Verkefnastjóri mun vinna í nánu samstarfi með sveitarfélögum á Suðurlandi, sorphirðuaðilum og Umhverfisstofnun (umhverfis- og orkustofnun frá 1. janúar nk.) ásamt því að starfa náið með umhverfissérfræðingi og kynningarfulltrúa SASS. Starfið er hluti af aukinni áherslu á umhverfismál hjá sveitarfélögunum á Suðurlandi með stuðningi umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Útbúa fræðslu-, samkipta- og kynningaráætlun á sviði umhverfismála. 
  • Þróun og umsjón viðburða. 
  • Verkefnaþróun og fjármögnun verkefna í samstarfi við hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
  • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða kynningarmálum er kostur.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. 
  • Góð tölvukunnátta og færni í samskiptum, bæði í ræðu og riti. 
  • Þekking á sunnlensku samfélagi og áhugi á að efla tengslanet. 
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku. 
Kjör og starfsaðstæður

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshlutfall er 100% og starfsaðstaða á Suðurlandi. Ráðningartímabilið er 12 mánuðir með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Umsóknarfrestur og ferli

Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2024. Umsókn skal skilað stafrænt á Alfreð (www.alfred.is) og henni skal fylgja ferliskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni sinni til að takast á við starfið. Umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir:

Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri þróunarsviðs SASS (thordur@sass.is), sími: 692-9030.

Advertisement published19. September 2024
Application deadline6. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicVery good
EnglishEnglishVery good
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags