Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Verkefnastjóri gæðamála

Ef þú hefur áhuga á að vinna í spennandi og krefjandi umhverfi, hefur metnað fyrir gæðastarfi og vilt móta framtíðina í gæðamálum hjá stærstu framkvæmdastofnun landsins, þá viljum við heyra frá þér.

Við leitum að öflugum verkefnastjóra til að leiða gæðamál Vegagerðarinnar og stýra áframhaldandi þróun í samráði við forstöðumann umbóta. Gæðamál heyra undir deild Umbóta á skrifstofu forstjóra. Verkefnastjóri gæðamála starfar þvert á svið og svæði, veitir ráðgjöf í gæðamálum og tryggir viðeigandi samráð og upplýsingagjöf.

Vegagerðin hefur tekið stór skref í gæðamálum undanfarin ár og við leitum að drífandi og dugmiklum aðila til að halda vegferðinni áfram.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með gæðakerfi Vegagerðarinnar, viðhaldi og vottunum  
  • Skipulag á innri úttektum  
  • Vinna að því að verklag og ferlar Vegagerðarinnar séu skilvirkir 
  • Upplýsingagjöf til stjórnenda 
  • Veita fræðslu og leiðsögn um gæðamál  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af rekstri gæðastjórnunarkerfa og mótun verkferla  
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu 
  • Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og faglegur metnaður 
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi 
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta 
Advertisement published5. September 2024
Application deadline23. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicExpert
EnglishEnglishVery good
Location
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Quality tracking systems
Work environment
Professions
Job Tags