Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Verkstjóri þjónustustöð Patreksfirði

Starf verkstjóra við þjónustustöðina á Patreksfirði er laust til umsóknar. Þjónustustöð sér um almenna þjónustu og viðhald vega og vegbúnaðar á svæðinu. Verkstjóri hefur umsjón og eftirlit með verkefnum á þjónustustöðinni og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu Vegagerðarinnar. Verkstjóri er staðgengill yfirverkstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er staðgengill yfirverkstjóra 

  • Gætir að öryggi starfsfólks þjónustustöðvar og vegfaranda á vinnusvæðum og fylgir öryggisreglum þar að lútandi 

  • Almenn þjónusta, eftirlit og verkstjórn í viðhaldi vega og vegbúnaðar á svæði þjónustustöðvarinnar  

  • Eftirlit í vetrarþjónustu með færð á vegum, upplýsingagjöf og stjórnun snjómoksturs í samvinnu við yfirverkstjóra og vaktstöð Vegagerðarinnar 

  • Aðstoðar við umferðarþjónustu, birgðahald og uppgjör 

  • Samskipti og eftirlit með verktökum 

  • Vinnur bakvaktir í vetrarþjónustu og er aðgengilegur ef þörf skapast, s.s. vegna veðurs, náttúruhamfara og slysa 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Almennt grunnnám, iðnmenntun æskileg  

  • Reynsla af stjórnun æskileg 

  • Verkstjórnarnámskeið eða sambærilegt er æskilegt 

  • Meirapróf og/ eða vinnuvélaréttindi æskilegt 

  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi 

  • Góð íslenskukunnátta 

  • Góð enskukunnátta æskileg 

  • Góð tölvukunnátta 

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 

  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp 

  • Góð öryggisvitund 

Advertisement published12. September 2024
Application deadline27. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicExpert
EnglishEnglishIntermediate
Location
Mikladalsvegur 9, 450 Patreksfjörður
Type of work
Professions
Job Tags