KPMG á Íslandi
KPMG er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði endurskoðunar, bókhalds, alhliða fjármálaráðgjafar ásamt skatta og lögfræði. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 330 sérfræðingar á 15 skrifstofum um land allt.
Starfsfólk KPMG hefur fjölbreytta reynslu og menntun sem gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að leysa flóknar viðskiptaáskoranir með stuttum boðleiðum.
Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.
Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:
• Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
• Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum hjá KPMG á Íslandi og erlendis.
• Möguleikar á að þróast í starfi.
• Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
• Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er bootcamp í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
• Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
• Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
• Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
• Og margt fleira.
Verkefnastjóri - Stafræn ráðgjöf
KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 330 einstaklingar á 15 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.
Verkefnastjóri í stafrænni ráðgjöf
Við hjá KPMG leitum að öflugum verkefnastjóra til þess að leiða stafræn verkefni fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina KPMG. Ef þú býrð yfir skipulagshæfni, góðum skilning á tækni og hefur einstaklega gott lag á að vinna með fólki þá erum við að leita af þér.
Dæmi um verkefni og ábyrgð:
-
Leiða og verkefnastýra fjölbreyttum verkefnum er tengjast stafvæðingu fyrirtækja og stofnana á Íslandi s.s. þarfagreiningar, innleiðingar- og breytingarstjórnunarverkefnum.
-
Vinna með fjölbreyttum hópi samstarfsfélaga og viðskiptavina.
-
Samskipti við hagaðila, þ.m.t. veita stjórnendum og öðrum hagsmunaaðilum reglulegar upplýsingar varðandi framgang og árangur verkefna.
-
Leiða og fylgja eftir umbótaverkefnum.
Hæfniskröfur
-
Menntun eða vottun tengt verkefnastjórnun kostur, t.d. MPM, IPMA, Prince2.
-
Haldbær starfsreynsla sem nýtist.
-
Þekking og reynsla af Agile aðferðum og vinnubrögðum.
-
Reynsla og þekking á breytingastjórnun og stjórnun teyma.
-
Þekking og reynsla af Microsoft lausnum kostur.
-
Reynsla af hugbúnaðarþróun kostur.
-
Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræði og riti er skilyrði.
Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við allt fólk til að sækja um óháð kyni.
Að vinna hjá KPMG
Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.
Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:
-
Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
-
Frábær tækifæri til að læra af og starfa með leiðandi sérfræðingum hjá KPMG hérlendis og erlendis.
-
Markvisst starfsþróunarkerfi og öflugt fræðslustarf.
-
Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
-
Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er KPMGfit í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
-
Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
-
Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
-
Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
-
Og margt fleira.
Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum á hsteinthorsdottir@kpmg.is.
Advertisement published13. November 2024
Application deadline27. November 2024
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
Very goodRequired
Location
Borgartún 27, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)
Verkefnastjóri Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar
Austurbrú ses.
Verkefnastjóri birgða
Lyf og heilsa
Verkefnastjóri í stafrænni þróun á upplýsingatæknisviði
Tryggingastofnun
Forritun og Arkitektúr
Sensa ehf.
Senior Tools Programmer
CCP Games
Tools Programmer
CCP Games
Forritari (Software Developer)
Five Degrees ehf.
DevOps Engineer
Five Degrees ehf.
Data Orientated Engineer at Varist
Geko
Database Administrator (DBA)
Rapyd Europe hf.
Verkefnastjóri Vinnustundar
Landspítali
Software Developer
Rapyd Europe hf.