Garðabær
Garðabær
Garðabær

Verkefnastjóri samræmdrar móttöku flóttafólks

Á velferðarsviði Garðabæjar starfar samhentur hópur fólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Á velferðarsviði er veitt margþætt þjónusta til einstaklinga og fjölskyldna ásamt því sem starfsfólk vinnur að framþróun þeirra málaflokka sem tilheyra sviðinu. Undir sviðið heyrir m.a. félagsþjónusta, jafnréttismál, barnavernd, farsæld barna, þjónusta við fatlað fólk, stuðnings- og öldrunarþjónusta og móttaka flóttafólks.

Verkefnastjóri samræmdrar móttöku flóttafólks ber ábyrgð á verkefnum og þjónustu tengt móttöku flóttafólks í Garðabæ, skipuleggur samfellda þjónustu sveitarfélagsins til flóttafólks með áherslu á að þjónustan sé í samræmi við gildandi lög, samninga og reglur hverju sinni.

Um er að ræða 100% starfshlutfall til eins árs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf, stuðningur, greining og mat á þjónustuþörfum flóttafólks
  • Gerð einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana, eftirfylgd með framkvæmd áætlana
  • Málstjóri í fjölskyldumálum og samhæfir þjónustuþætti
  • Tengiliður við ríki, sveitarfélög, þjónustuveitendur innan bæjar, hagsmunasamtök og aðra þá aðila sem hlutast til um málefni flóttafólks
  • Fræðsla og faglegur stuðningur til ráðgjafa í málefnum flóttafólks og annarra starfsmanna sem koma að verkefninu
  • Tryggir samstarf við önnur svið sveitarfélagsins svo og aðra þá hagsmunaaðila sem tengjast málaflokknum
  • Úthlutar verkefnum til ráðgjafa og fylgir þeim eftir
  • Umsjón með fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins til flóttafólkseldur utan um tölulegar upplýsingar og uppgjör tengt verkefninu og hefur yfirsýn yfir fjölda flóttafólks sem falla undir samning um samræmda móttöku
  • Sinnir fræðslu til stofnana innan bæjarins um málefni flóttafólks
  • Gerð og framsetning greinargerða, minnisblaða til nefnda og ráða
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á framhaldsstigi sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að verkefnastýra teymi
  • Þekking og reynsla af vinnu með flóttafólki er æskileg
  • Þekking og reynsla af almennri félagsþjónustu og félagslegri ráðgjöf er æskileg
  • Þekking og reynsla af vinnu og meðferð mála með einstaklingum og fjölskyldum er æskileg
  • Menningarnæmi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfni og lausnarmiðuð hugsun
  • Góð tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Advertisement published3. February 2025
Application deadline17. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags