Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri prófakerfa

Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnastjóra prófakerfa. Í boði er spennandi starf í framsæknu og lifandi háskólaumhverfi.Helstu verkefni deildarinnar eru: Nemendaskrá, stundatöflugerð, próftöflugerð og framkvæmd lokanámsmats. Þá hefur deildin einnig umsjón með brautskráningarskírteinum nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og þróun prófa- og kennslukerfa HR
  • Ábyrgð á leiðbeiningum og þjálfun kennara og nemenda í prófakerfum skólans
  • Þjónusta, ráðgjöf og stuðningur við kennara og nemendur í prófakerfum skólans þ.e. aðstoð við uppsetningu, framkvæmd og frágang lokanámsmats
  • Samskipti við deildir, önnur stoðsvið og kennara vegna lokanámsmats
  • Aðstoð og stuðningur við kennara og deildir við frágang námskeiða og birtingu einkunna samkvæmt reglum skólans
  • Samskipti og samvinna með prófgæslu og framkvæmd prófa
  • Þátttaka í verkefnum sem snúa að kennslu- og prófakerfum skólans
  • Önnur tilfallandi störf innan deildarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af háskólastarfi er kostur
  • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar
  • Frumkvæði í starfi ásamt mjög góðri skipulagshæfni og faglegum vinnubrögðum
  • Teymishugsun, lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund og lausnamiðuð nálgun
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
Advertisement published2. January 2026
Application deadline11. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags