Atlantik
Ferðaskrifstofan Atlantik er ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins og hefur verið starfandi í rúmlega 45 ár.
Starfsemi Atlantik snýr annars vegar að því að veita sérhæfða þjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskipa og hins vegar að skipuleggja og sjá um hvataferðir, viðburði, ráðstefnur og sérsniðnar ferðir innanlands fyrir erlenda einstaklinga og hópa. Það er heiður að fá að taka þátt í að búa til sem besta upplifun fyrir gesti sem heimsækja Ísland og starfsfólk Atlantik gerir það af fagmennsku og virðingu í öflugri liðsheild. Frumkvæði og útsjónarsemi eru einnig mikilvæg í öllu okkar starfi.
Atlantik vill ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk til góðra verka, sem sýnir starfi sínu einlægan áhuga og vinnur saman sem ein heild að settum markmiðum, á jákvæðum vinnustað, þar sem allir taka þátt og eru virkir í að móta starfsumhverfið. Frumkvæði, góð samskipti og þjónustulund í starfi eru nauðsynlegir eiginleikar og jafnframt eflum við metnað starfsmanna til þess að takast á við krefjandi og þroskandi verkefni við þjónustu við ferðamenn.
Verkefnastjóri og aðstoðarmaður verkefnastjóra í MICE deild
Starf verkefnastjóra í hvata- og viðburðadeild (e. MICE) er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Við erum annars vegar að leita að verkefnastjóra (e. Project Manager) sem mun bera ábyrgð á sínum verkefnum en einnig erum við að leita að starfsmanni sem mun fyrst um sinn vinna við hlið verkefnastjóra (e. project coordinator) að þeim fjölmörgu handtökum sem felast í hverju verkefni fyrir sig, sá aðili hefur möguleika á að þróast yfir í að verða síðar verkefnastjóri.
Helstu verkefni og ábyrgð
Tilboðsgerð, úrvinnsla og framkvæmd á hvataferðum, viðburðum, ráðstefnuhaldi og sérhæfðum ferðum innanlands.
Þátttaka í vöruþróun og hugmyndavinnu um nýjungar í ferðaþjónustu.
Aðstoð við önnur verkefni á álagstímum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla á sviði ferðaþjónustu eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Víðtæk þekking á landinu og framboði á ferðaþjónustu innanlands er mikilvæg fyrir starf verkefnastjóra.
Góð tölvufærni í Microsoft Office.
Sjálfstæði í vinnubrögðum, nákvæmni, framúrskarandi þjónustulund, sveigjanleiki og möguleiki á að vinna mikið á álagstímum.
Fríðindi í starfi
Ýmis fríðindi tengd ferðaþjónstu innanlands.
Advertisement published20. December 2024
Application deadline27. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodOptional
English
Very goodRequired
Location
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
IndependenceWorking under pressureCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (10)
Starfsmaður í sölu- og hópadeild á ferðum erlendis
Aventuraholidays
Sumarstörf hjá Iceland Travel /Summer jobs at Iceland Travel
Iceland Travel
Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland
Afgreiðslufulltrúi Hertz Reykjavík (Sævarhöfða)
Hertz Bílaleiga
Experienced Sales Person | Luxury Travel
Destination Complete
Sölu- og þjónustufulltrúar
Bláa Lónið
Gjaldkeri
Luxury Adventures
Bókunarfulltrúi - Söludeild Keahótela
Söluskrifstofa Keahótela
FERÐASKRIFSTOFA - utanlandsferðir
Ferðaland
Þjónustufulltrúi / Reception Agent
Lotus Car Rental ehf.