Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

Verkefnastjóri frumkvöðla og nýsköpunar

Háskólinn á Akureyri (HA) óskar eftir að ráða verkefnastjóra frumkvöðla og nýsköpunar í fullt starf til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár. Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið er fjölbreytt og verkefnin breytileg eftir tímabilum. Starfið felur í sér umsjón með tengslum skólans við atvinnulífið ásamt nýsköpunar- og sprotaumhverfi Háskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjölþætt samskipti og samstarf við deildir og stúdenta sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfi skólans og samstarfsaðila.
  • Umsjón með nýsköpunarhröðlum við Háskólann á Akureyri.
  • Umsjón með og skipulag verkefna, funda og viðburða. 

Verkefnastjórinn mun taka þátt í að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfsstöðin er á Akureyri, við HA og að Strandgötu 1. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Starfið er veitt þann 1. janúar 2025.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf BA/BS eða sambærilegt sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur.
  • Mikið frumkvæði, frjó hugsun og sjálfstæði í stýringu verkefna.
  • Mjög góð þekking á íslensku atvinnulífi er æskileg og þekking og reynsla af nýsköpun á alþjóðlegum vettvangi er kostur.
  • Reynsla af skipulagi verkefna og verkefnastjórnun er skilyrði.
  • Reynsla af vistkerfi nýsköpunar er kostur.
  • Góð þekking á starfsemi háskóla er kostur.
  • Skipulögð og vönduð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni, rík þjónustulund, og góð hæfni til samstarfs.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.
  • Geta til að halda kynningar á ensku og íslensku um málefni tengd starfinu.
  • Góð almenn tölvu- og tækniþekking. 
Advertisement published20. September 2024
Application deadline8. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicVery good
EnglishEnglishVery good
Location
Norðurslóð 202123, 600 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.CreativityPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Project managementPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags