
Blue Car Rental
Blue Car Rental er íslensk bílaleiga sem rekur öfluga leigu á Suðurnesjum og Reykjavík ásamt fullbúnu þjónustuverkstæði.
Við erum fjölbreyttur og lifandi hópur sem sinnir ólíkum og margbreytilegum verkefnum innan hópsins. Saman erum við lið í sókn.
Starfsstöðvar okkar hafa verið endurbættar og endurnýjaðar á undanförnum árum og eru bæði starfsaðstæður og starfsmannaaðstaða til fyrirmyndar.
Við erum hópur sem leggur áherslu á jákvæð og uppbyggjandi samskipti, teymisvinnu, sýnum metnað í starfi og þorum að takast á við breytingar. Hér ríkir góður starfsandi og verkefnin eru spennandi og fjölbreytt. Við leggjum áherslu á öryggi.

Verkefnastjóri á sölu- og markaðssviði
Verkefnastjóri á sölu-og markaðssviði sér um sölutækifæri og hefur yfirumsjón með ákveðum sölurásum. Hann ber ábyrgð á að hámarka bókanir, greina markaðsstækifæri og fylgja eftir stafrænni markaðssetningu fyrir sölurásir. Verkefnastjóri vinnur náið með sölu- og markaðsteymi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni og ábyrgð
- Byggja upp og styrkja vörumerkin á stafrænum miðlum með áherslu á notendaupplifun
- Greina sölutækifæri
- Umsjón með sölu rásum og eftirfylgni
- Gagnaúrvinnsla og tölfræðigreining tengd bókunum og tekjum
- Þróun og viðhald vefsvæða með áherslu á leitarvélabestun
- Þátttaka í mótun sölu- og markaðsáætlana
- Samvinna og samskipti í ýmsum verkefnum á sölu- og markaðssviði
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði viðskipta, markaðsfræði eða tengdu sviði
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Reynsla af sölu- og markaðsmálum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
- Góð tölvu- og greiningarfærni
- Frumkvæði, metnaður, þjónustuvilji og vandvirkni
- Jákvætt viðmót og færni mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Fríðindi í starfi
Fríðindi
- Líkamsræktarstyrkur
- Góð kjör á langtímaleigu
Advertisement published11. September 2025
Application deadline25. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Hafnargata 55B, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
ProactiveGoogle AnalyticsOnline marketingMicrosoft ExcelConscientiousIndependencePlanningSalesTeam workProject managementCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Quality Specialist
Controlant

Bókasafn – Deildarstjóri viðburða og markaðsmála
Reykjanesbær

Reikningshald og bókhald – Viðskiptafræðingur / viðurkenndur bókari
Konvin / MyGroup

Innheimtufulltrúi
1912 ehf.

Sérfræðingur í kostnaðarútreikningum og greiningum
Coripharma ehf.

Ertu sérfræðingur í vef- og samfélagsmiðlum? (50% starf)
Kavita ehf.

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Viltu leiða innkaup í einstöku og kraftmiklu umhverfi?
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Deildarstjóri uppgjöra og reikningsskila
Sýn

Viðskiptastjóri/-stýra
Landsnet hf.

Sérfræðingur í lánadeild
Stapi lífeyrissjóður

Launaráðgjafi mannauðslausna
Advania