
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett á Hellu sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið skartar 148 gistieiningum í fimm gæðaflokkum, líkamsræktaraðstöðu með gufu- og pottasvæði utandyra. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, bar og verslun þar sem íslensk gæða framleiðsla og hönnun eru ávallt höfð í fyrirrúmi.
Við leggjum metnað í persónulega og vandaða þjónustu þar sem samheldni og jákvæður starfsandi skipta miklu máli. Markmið okkar er að skapa góða upplifun fyrir bæði gesti og starfsfólk.
Hótelið er miðsvæðis á Suðurlandi, með stuttan aðgang að einstökum náttúruperlum eins og Vestmannaeyjum, Eyjafjallajökli, Þórsmörk, Landmannalaugum og hinum vinsæla Gullna hring. Frábær staður til að starfa og njóta náttúrunnar í leiðinni!

Vaktstjóri í eldhús / Sous Chef – Hótel Stracta
Hótel Stracta á Hellu leitar að öflugum og reyndum vaktstjóra í eldhús (Sous Chef) til að verða hluti af okkar frábæra teymi. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á matargerð og skipulagshæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með daglegum verkefnum eldhússins í samstarfi við yfirkokk
- Tryggja gæði og framsetningu matvæla samkvæmt stöðlum hótelsins
- Vaktastýring og verkaskipting í eldhúsi
- Þátttaka í eldamennsku
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af störfum í eldhúsi, helst í sambærilegri stjórnunarstöðu
- Skipulagshæfni og góð samskiptafærni
- Hæfni til að vinna undir álagi og leiða teymi
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
Advertisement published24. March 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Gaddstaðir 164955, 850 Hella
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Sumarstarf í glænýju mötuneyti
Embla Medical | Össur

Ert þú sushi kokkur? Umami er að stækka!
UMAMI

Matreiðslufólk og þjónar // Chefs, kitchen staff & waiters
Galito

Miðlægt eldhús í Reykjanesbæ
Skólamatur

Leitum af starfsfólki í sumarstarf,hlutastarf og framtíðar
Ísgerður ehf.

Matreiðslumaður/aðstoð í elhús/chef/assistant
Fjallkonan - krá & kræsingar

Matráður í Uglukletti
Borgarbyggð

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice

Sumarstarf í eldhúsi - Hrafnista Nesvellir (Reykjanesbær)
Hrafnista

Kokkur á Elliða kaffihús og veisluþjónusta
Elliði

Matráður óskast
Austurkór

Matráður við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð