
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Matráður í Uglukletti
Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi auglýsir eftir matráði. Um er að ræða 100% starfshlutfall og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Matráður tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í leikskólanum með áherslu á vellíðan barna og gott starfsumhverfi. Matráður ber ábyrgð á rekstri mötuneytis leikskólans ásamt því að sjá um þvottahús og kaffistofu starfsmanna.
Skólinn vinnur eftir gildum jákvæðrar sálfræði og heilsueflingar. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu https://borgarbyggd.is/stofnun/ugluklettur
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sér um matreiðslu, undirbúning og frágang matvæla
- Sér um að næringargildi fæðunnar sé í samræmi við manneldismarkmið
- Gerir matseðla og sér um kynningu á þeim
- Sér um innkaup á matvælum og annarri rekstrarvöru fyrir mötuneyti
- Hefur eftirlit með tækjum og búnaði í mötuneyti
- Þrif og hreingerning í mötuneyti og þvottahúsi
- Verkstjórn í mötuneyti skv. nánari ákvörðun skólastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
- Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni í mannlegum samskipum og frumkvæði í starfi.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af leikskólagjöldum í Borgarbyggð
- 36 klst. vinnuvika
- Heilsustyrkur til starfsmanna
Advertisement published21. March 2025
Application deadline11. April 2025
Language skills

Required

Optional
Location
Ugluklettur 1, 310 Borgarnes
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (9)

Leiðtogi barna og ungmenna í Borgarbyggð
Borgarbyggð

Frístundaleiðbeinandi í Borgarnesi
Borgarbyggð

Leiðbeinandi í sumarfjöri
Borgarbyggð

Frístundarleiðbeinandi á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum
Borgarbyggð

Stuðningsfjölskyldur fyrir börn
Borgarbyggð

Verkstjóri í áhaldahús Borgarbyggðar
Borgarbyggð

Kennari í Andabæ
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi - framlengdur umsóknarfrestur
Borgarbyggð

Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Borgarbyggð
Similar jobs (12)

Matreiðslumaður/aðstoð í elhús/chef/assistant
Fjallkonan - krá & kræsingar

Sumarstarf í eldhúsi - Hrafnista Nesvellir (Reykjanesbær)
Hrafnista

Kokkur á Elliða kaffihús og veisluþjónusta
Elliði

Matráður óskast
Austurkór

Uppvask/Dishwash
Fiskfélagið

Matráður við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð

Eldhús og þjónustustarf
Mömmumatur.is

Uppvaskari/Dishwasher 08:00-16:00 monday - friday
Rétturinn ehf.

Starfsmaður í uppvask og létt eldhússtörf
Heima Bistro ehf

Aðstoðarmatráður
Stekkjaskóli

Matreiðslumaður / Chef
Vök Baths

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur