Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Matráður í Uglukletti

Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi auglýsir eftir matráði. Um er að ræða 100% starfshlutfall og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Matráður tekur þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer í leikskólanum með áherslu á vellíðan barna og gott starfsumhverfi. Matráður ber ábyrgð á rekstri mötuneytis leikskólans ásamt því að sjá um þvottahús og kaffistofu starfsmanna.

Skólinn vinnur eftir gildum jákvæðrar sálfræði og heilsueflingar. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu https://borgarbyggd.is/stofnun/ugluklettur

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sér um matreiðslu, undirbúning og frágang matvæla
  • Sér um að næringargildi fæðunnar sé í samræmi við manneldismarkmið
  • Gerir matseðla og sér um kynningu á þeim
  • Sér um innkaup á matvælum og annarri rekstrarvöru fyrir mötuneyti
  • Hefur eftirlit með tækjum og búnaði í mötuneyti
  • Þrif og hreingerning í mötuneyti og þvottahúsi 
  • Verkstjórn í mötuneyti skv. nánari ákvörðun skólastjóra

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
  • Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hæfni í mannlegum samskipum og frumkvæði í starfi.
  • Stundvísi og áreiðanleiki.
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af leikskólagjöldum í Borgarbyggð
  • 36 klst. vinnuvika
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
Advertisement published21. March 2025
Application deadline11. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Optional
Very good
Location
Ugluklettur 1, 310 Borgarnes
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags