Umsjónarmaður á verkstæði
Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir að ráða í starf umsjónarmanns verkstæðis á Sauðárkróki. Starfið heyrir undir Þjónustumiðstöðina. Um 100% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Starfssvið:
Starf umsjónarmanns verkstæðis felst aðallega í viðhaldi og viðgerðum á bílum og öðrum tækjakosti sveitarfélagsins ásamt því að sinna tilfallandi viðhalds- og rekstrarverkefnum fasteigna, fráveitu og umferðarmannvirkja sveitarfélagsins. Í starfinu felst jafnframt þrif á bílum og tækjum í eigu sveitarfélagsins ásamt almennum innkaupum á vörum og varahlutum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Iðnmenntun, t.d. á sviði bifvélavirkjunar, vélvirkjunar og/eða vélstjórnunar er æskileg.
- Almenn ökuréttindi og vinnuvélapróf.
- Aukin ökuréttindi og gilt suðupróf er kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta, m.a. á Microsoft outlook. Þekking og kunnátta á verkbókhaldskerfi er kostur.
- Reynsla af málmsmíði er æskileg.
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
- Skilyrði er að starfsmaður hafi ríka þjónustulund og sýni lipurð í mannlegum samskiptum.
- Skipulagshæfni, jákvæðni, starfsgleði, frumkvæði og sveigjanleiki.
- Samviskusemi og stundvísi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Páll Ólafsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar, gunnarpall@skagafjordur.is; 660 4631.
Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Með umsókn skal fylgja prófskírteini og kynningarbréf þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli kemur fram af hverju sótt er um starfið og hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til þess.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.