Viðgerðarmaður heimilistækja
Ormsson leitar eftir kraftmiklum rafvirkja, rafvélvirkja eða rafeindavirkja í fullt starf til að annast viðgerðir á heimilistækjum úti í bæ og á þjónustuverkstæði.
Starfssvið:
· Viðgerðir á heimilistækjum úti í bæ
· Viðgerðir á heimilistækjum á þjónustuverkstæði
· Samskipti við viðgerðaraðila á landsbyggðinni
· Önnur tilfallandi störf
Menntun og hæfniskröfur:
· Menntun í rafvirkjun, rafvélavirkjun eða rafeindavirkjun
· Góð tölvukunnátta og reynsla af þjónustustörfum æskileg
· Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
· Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í starfi
· Skipulögð og öguð vinnubrögð
· Íslenskukunnátta skilyrði
. Gild ökuréttindi skilyrði
Um fullt starf er að ræða. Vinnutími er 08 – 16 / 09 - 17 virka daga
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsækjendur vinsamlega sendið inn ferilskrá ásamt mynd.
Fagmennska, þjónusta, upplifun og gæði.