Breiðagerðisskóli
Breiðagerðisskóli

Umsjónarkennari á yngsta stigi

Breiðagerðisskóli auglýsir 100% stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi lausa til umsóknar fyrir næsta skólaár. Við skólann eru unnið með Byrjendalæsi og nýja nálgun í stærðfræðikennslu og kennsluhættir eru í stöðugri þróun.

Í Breiðagerðisskóla eru um 370 nemendur í 1. til 7. bekk. Einkunnaorð skólans eru menntun, samvinna og vellíðan. Kennsluhættir einkennast af fjölbreytni þar sem reynt er að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga nemenda. Lögð er áhersla á vellíðan allra og að nemendur taki stöðugum framförum. Sameiginleg ábyrgð á námi og vellíðan nemenda er grunnurinn í stefnu skólans.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Faglegur metnaður.
  • Áhugi á að starfa með börnum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Reynsla af Byrjendalæsi væri kostur.
Advertisement published23. April 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Breiðagerði 20, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags