Lindaskóli
Lindaskóli
Lindaskóli

Lindaskóli óskar eftir dönskukennara skólaárið 2025-2026

Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum kennara til liðs við frábæran hóp starfsfólks í Lindaskóla

Lindaskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum um 460 nemendur í 1. -10. bekk og 90 starfsmenn. Þar ríkir góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í innleiðingu Barnasáttmálans. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna er milli skólans og heimila í nærumhverfinu. Mikil áhersla er lögð á upplýsingatækni og fjölbreytta kennsluhætti.

Gildi Lindaskóla eru Vinátta, Virðing, Viska.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu
  • Reynsla af dönskukennslu á unglingastigi æskileg
  • Góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
  • Frumkvæði og metnaður í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
Advertisement published22. April 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
DanishDanish
Required
Very good
Location
Núpalind 7, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags