

Umsjónaraðili félagsmiðstöðvarinnar Ztart
Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir eftir umsjónaraðila félagsmiðstöðvarinnar Ztart.
Félagsmiðstöðin Ztart er með aðsetur í kjallara Þjórsárskóla sem staðsettur er í Árnesi. Um er að ræða mikið endurbætta aðstöðu með miklum tækifærum til þróa starf félagsmiðstöðvarinnar.
Í sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru 68 börn á grunnskólaaldri og þar af 33 börn á aldrinum 10-15 ára.
Um er að ræða 30-35% starf og er vinnutími á opnunum 2x í viku auk undirbúnings.
Starfstími er í samræmi við skóladagatal Þjórsárskóla 2025-2026, eða 20. ágúst- 31. maí.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur til og með 1. ágúst nk.
Öll hvött til að sækja um starfið
Allar nánari upplýsingar veitir Sylvía Karen Heimisdóttir, sveitarstjóri, á netfangið [email protected]
Umsjónaraðili skal hafa umsjón með félagsmiðstöð og kemur að skipulagningu á starfi og opnum félagsmiðstöðvarstarfs í félagsmiðstöðinni Ztart.
Viðkomandi skal vinna faglegt og fjölbreytt starfi með börnum frá 5-10 bekk og móta dagskrá félagsmiðstöðvar í samráði við sveitarstjóra. Lagt er áherslu á að starfið hafi forvarnar, uppeldis- og menntunargildi og taki mið af aldri barnanna og þroska.
Önnur tilfallandi verkefni tengd skóla- og félagsstarfi.
· Menntun á sviði uppeldis- og/eða tómstundafræði eða annað sambærilegt nám er æskilegt.
· Hafa reynslu og áhuga af því að vinna með börnum, unglingum og/eða ungmennum í leik og starfi.
· Hreint sakarvottorð.
· Skyndihjálp
· Hæfni til leiðbeiningar.
· Lipurð í almennum samskiptum.
· Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi.
· Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
· Geta til að taka leiðbeiningum og gagnrýni.
· Gott vald á íslenskri tungu












