

Umönnun framtíðarstarf - Boðaþing
Ert þú samviskusamur og drífandi einstaklingur í leit að skemmtilegu og spennandi framtíðarstarfi? Langar þig að starfa við að gera líf annarra innihaldsríkara og hafa raunveruleg áhrif í vinnunni? Þá erum við mögulega að leita að þér! Hrafnista Boðaþingi leitar að öflugu starfsfólki í fjölbreytt umönnunarstörf. Um er að ræða 70- 100% starf í vaktavinnu. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið dagvaktir í bland við aðrar vaktir. Á heimilinu búa í dag 44 íbúar en nú standa yfir framkvæmdir og kemur Hrafnista til með að opna nýja deild í Boðaþingi í sumar. Eftir stækkun koma til með að vera starfræktar tvær deildir, ein með 44 íbúum og sú nýja með 64 íbúum.
Kostur er ef viðkomandi getur hafið störf um miðjan maí/byrjun júní til að aðstoða við undirbúning opnunarinnar sem og til að fá viðeigandi nýliðafræðslu.
- Aðstoða íbúa við allar athafnir daglegs lífs
- Sinna félagslegum þörfum íbúa





















