Umönnun - Sóltún
Sóltún hjúkrunarheimili leitar að starfsfólki með hjartað á réttum stað í störf við umönnun.
Langar þig að vinna í góðum félagsskap og í gefandi starfsumhverfi þar sem þú tekur ríkan þátt í daglegu lífi aldraðra?
Við leitum að duglegum, jákvæðum og stundvísum einstaklingum til starfa við umönnun aldraðra.
Umsækjendur þurfa að hafa ríka samskiptahæfni og hafa gaman af því að umgangast eldra fólk. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðinn 18 ára og með hreint sakavottorð.
Um vaktafyrirkomulag er að ræða en starfshlutfall er samkomulag.
Greitt er skv. kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Sóltún hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna sem hefur mikinn metnað fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúanna.
Hlökkum til að heyra frá þér!
Athugaðu að við geymum umsókn þína í 3 mánuði.