Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Tímabundin störf hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Menningarmiðstöðin auglýsir eftir þjónustuliprum og ábyrgðarfullum einstaklingum til starfa í upplýsingamiðstöð í Gömlubúð. Um er að ræða tvö 50% störf en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfið hentar vel með skóla eða annarri vinnu. Vaktafyrirkomulagið er 2-2-3 en unnið er frá kl. 16 - 20 mánudaga til fimmtudaga og kl. 14 - 20 föstudaga til sunnudaga.

Opnunartími Gömlubúðar verður til reynslu út október en möguleiki er á áframhaldandi starfi að honum loknum.

Helstu verkefni eru þjónusta við gesti Gömlubúðar, upplýsingagjöf til ferðamanna og umsjón með viðburðum í Gömlubúð.

Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2025.

Umsóknir eiga að berast í tölvupósti á [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með Gömlubúð á opnunartíma
  • Upplýsingamiðlun til ferðamanna
  • Samstarf við ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu
  • Umsjón með viðburðum í Gömlubúð
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Frumkvæði, skipulag og tölvukunnátta
  • Þekking á ferðaþjónustu og seglum sveitarfélagsins
  • Góð tök á íslensku og ensku, fleiri tungumál eru kostur
Advertisement published21. March 2025
Application deadline8. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Heppuvegur 1, 780 Höfn í Hornafirði
Type of work
Suitable for
Professions
Job Tags