

Þjónustufulltrúi í þinglýsingum
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa í þinglýsingum. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér mikil samskipti við viðskiptavini. Þjónustufulltrúar í þinglýsingum þurfa að sýna vandvirkni og hafa gott auga fyrir smáatriðu. Þau viðhafa sjálfstæð vinnubrögð en þurfa jafnframt að vinna vel í hópi.
- Dagleg afgreiðsla í dagbók þinglýsinga, s.s. móttaka, yfirferð skjala og skráning í dagbók þinglýsinga
- Móttaka greiðslna og daglegt uppgjör
- Upplýsingagjöf og þjónusta við viðskiptavini
- Úrlausn og bakvinnsla þinglýsingamála
- Skjalafrágangur og skönnun
- Menntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Jákvæðni og góð samskiptafærni
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og hæfni til að leiðbeina og miðla upplýsingum
- Nákvæmni, áreiðanleiki og hæfni til að vinna undir álagi
Sýslumenn fara með framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði hvert í sínu umdæmi samkvæmt lögum nr. 50/2014. Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru um 242.000. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina.












