
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Þjónustufulltrúi
Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum liðsfélaga sem hefur gaman af fjölbreyttum samskiptum við bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Í starfinu færðu tækifæri til að veita ráðgjöf um endurvinnslu, leysa úr ýmsum erindum og stuðla að betri nýtingu auðlinda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og afgreiðsla erinda í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla
- Flokkun, skráning og úrvinnsla erinda
- Ráðgjöf um flokkun og endurvinnslu
- Sala og tilboðsgerð til fyrirtækja
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Reynsla af þjónustustörfum er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Áhugi á flokkun og endurvinnslu
Advertisement published23. October 2025
Application deadline3. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ProactiveAmbitionPhone communicationEmail communicationPlanningSalesCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Gjaldkeri
Eignaumsjón hf

Starf á fjármálasviði
Eignaumsjón hf

Viðskiptastjóri
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Þjónustufulltrúi Innri þjónustu
Bílaumboðið Askja

Sölumaður iðnaðarvara – Hafnarfjörður
Klif ehf.

Afgreiðslustarf á tannlæknastofu
Tennur ehf

Project Manager
Wisefish ehf.

Laust starf á skrifstofu Hveragerðisbæjar
Hveragerðisbær

Skrifstofustarf - Skipulag og gagnafærsla - Hlustastarf
Next Level Smíði ehf.

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz og smart
Bílaumboðið Askja