
Heilsa
Heilsa ehf. er leiðandi heildsali í heilsuvörum og lyfjum á Íslandi. Hjá Heilsu starfar samhentur hópur starfsfólks að því að koma gæðavörum í réttar hendur fljótt og örugglega.
Heilsa er dótturfélag Lyfju og hluti af Festi samstæðunni.

Þjónustufulltrúi
Heilsa leitar að þjónustulunduðum aðila í starf þjónustufulltrúa. Þjónustufulltrúi ber ábyrgð á fjölbreyttum verkefnum sem tengjast þjónustu við viðskiptavini og daglegum rekstri skrifstofu Heilsu. Þjónustufulltrúi vinnur með öllum einingum fyrirtækisins og gegnir lykilhlutverki í að tryggja skilvirk samskipti, faglega afgreiðslu og hámarks ánægju viðskiptavina.
Helstu verkefni:
- Símsvörun, tölvupóstsamskipti og önnur almenn skrifstofustörf
- Móttaka pantana og aðstoð við viðskiptavini
- Umsýsla pantana til innlendra aðila
- Fagleg ráðgjöf og afgreiðsla fyrirspurna
- Reikningagerð og skráning í bókhaldskerfi
- Uppfærsla verðskrár og vörugagna
- Eftirfylgni og úrvinnsla fyrirspurna frá viðskiptavinum
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af þjónustu- og/eða skrifstofustörfum
- Góð tölvukunnátta og færni í að vinna með gögn – þekking á bókhaldskerfum (NAV/BC) og innkaupakerfum (AGR) er kostur
- Nákvæmni, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskipta- og þjónustulund
- Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli
- Áhugi á heilbrigði og vellíðan
VIÐ BJÓÐUM
- Faglegt og vaxandi starfsumhverfi þar sem áhersla er á nákvæmni og gæði
- Tækifæri til að hafa áhrif á rekstur og hagkvæmni í innkaupakeðjunni
- Starf á glænýrri skrifstofu Heilsu ehf. að Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
- Vinnutími: Virkir dagar, 100% starf
- Aðgangur að velferðarþjónustu og styrkur til heilsueflingar
- Afsláttarkjör hjá Lyfju, Krónunni, N1 og ELKO
Nánari upplýsingar um starfið veitir Maria Del Pilar Acosta Gomez, innkaupastjóri Heilsu [email protected].
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Advertisement published7. August 2025
Application deadline17. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bæjarflöt 1-3 1R, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Þjónustufulltrúi – Kaffiþjónusta Innnes
Innnes ehf.

Rental Agent
Cozy Campers Iceland

Afgreiðsla á bílaleigu Enterprise
Enterprise Rent-a-car

Þjónustusvið - Farmskrárfulltrúi
Torcargo

Sérfræðingur í innkaupum
Landsnet hf.

Sérfræðingur í fjármálum
VÍS

Lögfræðingur
Umboðsmaður skuldara

Innkaupafulltrúi
Heilsa

Viðskiptastjóri magnvöru hjá Lýsi
Lýsi

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Þjónusturáðgjafar á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri
Arion banki