
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Hefur þú áhuga á fjölbreyttu starfi þar sem þú færð tækifæri til að leiða öflugt teymi og vinna þvert á starfseiningar?
Norðurmiðstöð auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í stöðu teymisstjóra hjúkrunar við samþætta þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Um er að ræða fullt starf, tímabundið til eins árs.
Reykjavíkurborg er leiðandi í samþættri heimaþjónustu og veitir þjónustu í fremstu röð. Við í Norðurmiðstöð leitum að hjúkrunarfræðingi til að ganga til liðs við okkar frábæra starfsmannahóp. Lögð er rík áhersla á teymisvinnu, samstarf og styðjandi starfsumhverfi þar sem fagmennska og gæði þjónustu eru í forgrunni. Teymisstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrun sem þar er veitt.
Viltu vita meira- skelltu þá inn umsókn!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg ábyrgð á hjúkrun til notenda
- Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
- Umsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
- Þátttaka í þróun og innleiðingu velferðartækni
- Er hluti af stjórnendateymi starfsstaðar
- Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
- Samskipti við heilbrigðisstofnanir
- Vitjar skjólstæðinga og sinnir sérhæfðari hjúkrun
- Starfar eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálarammann
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Góð samskipta-og skipulagshæfni
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Reynsla af teymisvinnu og af útdeilingu verkefna
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- Ökuréttindi
- Þekking á sjúkraskrárkerfi SÖGU og RAI mælitæki æskileg
- Reynsla af öldrunarhjúkrun og/eða hjúkrun langveikra æskileg
- Reynsla af stjórnun æskileg
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- Sund-og menningarkort
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
Advertisement published7. January 2026
Application deadline21. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
Location
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (8)

Umburðarlyndur og lausnamiðaður starfskraftur óskast í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir öflugum verkefnastjóra fræðslumála
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarnemar / læknanemar - Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Flokkstjóri í heimaþjónustu Hátúni 10
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi óskast í frábæran hóp í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)

Hjúkrunarfræðingur óskast
Læknastofur Reykjavíkur

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunardeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Hjúkrunarfræðingar - sumarstörf
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Hjúkrunarfræðingur - Dagdeild skurðlækninga Hringbraut
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í ígræðsluteymi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í meltingarteymi
Landspítali

Sjúkraliðar á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Deildarstjóri á legudeild á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Hjúkrunarfræðingur - Upplýsingamiðstöð HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur á Sjúkradeild á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða