
Tæknimaður - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar ehf. leitar við að öflugum tæknimanni í þjónustudeild í framtíðarstarf.
Leitað er að einstaklingi með próf í vélvirkjun, rafvirkjun, vélstjórnun, rafeindavirkjun eða áþekku.
Helstu verkefni: Þjónusta við viðskiptavini. Uppsetning og bilanagreining á búnaði svo sem GPS vélstýringakerfum í vinnuvélum, viðgerðir og viðhald á margvíslegum vélum og tæknibúnaði. Kennsla og þjálfun notenda og samskipti við framleiðendur búnaðar.
Gerð er krafa um frumkvæði, ríka þjónustulund, vinnugleði, sjálfstæð vinnubrögð og góða þekkingu á tölvubúnaði. Góð enskukunnátta skilyrði.
Hjá Fálkanum Ísmar starf rúmlega 40 harðduglegir starfsmanna, með mikla reynslu og þekkingu.
Fálkinn Ísmar er sölu og þjónustuaðili fyrir leiðandi birgja á sínu sviði. Starfsemin er rekinn í fjórum sölu deildum, auk vöruhúss, þjónustudeildar og skrifstofu.
Umsóknir sendar inn gegnum ráðningarkerfi Alfreðs













