

Tæknifólk í slökkvikerfum
Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað?
Securitas í Reykjavík leitar að öflugum pípara í framtíðarstarf í slökkvitækjadeild. Starfið felur í sér að fjölbreytt verkefni sem við kemur slökkvikerfum og búnaði þeim tengdum. Lögð er rík áhersla á vönduð vinnubrögð, jákvætt hugarfar, framúrskarandi þjónustu, sjálfstæð vinnubrögð og góðan liðsanda.
Ef þú...
- býrð yfir góðum samskiptahæfileikum og þjónustulund
- leitar lausna og sýnir sjálfstæði í starfi
- hefur reynslu í pípulögnum
- hefur brennandi áhuga á tækninýjungum og góða almenna tækniþekkingu
- hefur gott vald á talaðri og skrifaðri íslensku
... þá erum við að leita af þér!
Í boði er fullt starf sem hentar öllum kynjum sem eru með hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini.
Umsóknarfrestur er til og með 1. september nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigmundur Ísak Þorsteinsson, deildarstjóri í síma 580-7000.
Securitas leggur mikla áherslu á kennslu og þjálfun fyrir allt starfsfólk sem og margvísleg tækifæri til starfsþróunar.
- Fatnaður og verkfæri
- Fimm stjörnu mötuneyti með matreiðslumeistara og matráði
- Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þeirri þekkingu sem til þarf
- Öflugt starfsmannafélag
- Samgöngustyrkur












