
Hreinsitækni ehf.
Hreinsitækni ehf., er leiðandi fyrirtæki á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan.
Í upphafi árs 2007 keypt félagið Holræsahreinsun ehf. og sameinaði félögin undir nafni Hreinsitækni ehf. Holræsahreinsun ehf. var elsta og öflugasta fyrirtækið á sviði holræsahreinsunar og tengdrar þjónustu. Holræsahreinsun ehf. var stofnað árið 1982, en breytt í hlutafélag árið 1987. Á þeim árum kappkostaði félagið að fylgja eftir þeirri öru þróun sem orðið hafði í starfseminni og eins að vera með bestu og nýjustu tækin til að takast á við hvaða verk sem er og á sem hagkvæmastan hátt.
Í lok árs 2007 keypti félagið Uppdælingu ehf. og sameinaði félögin undir nafni Hreisnitækni ehf. í byrjun árs 2008. Uppdæling ehf. hafði séð um söfnun úrgangsolíu frá verkstæðum, skipum ofl. Einnig hreinsun olíutanka og flutningi á hvers konar spilliefnum. Uppdæling ehf hafði boðið upp á þessa þjónustu allt frá árinu 1993.
Með sameiningu þessara þriggja fyrirtækja er tækjafloti Hreinsitækni ehf. sá öflugasti sem til er á Íslandi í dag. Flotinn er mjög nýlegur og sambærilegur við það besta sem í boði er hvar sem er í heiminum. Hreinsitækni ehf. er nú komið með þá þekkingu og tæki til að geta boðið einstaklingum, fyrirtækjum, sveitar- og bæjarfélögum heildarlausnir í þjónustu á fráveitukerfum og hreinsun á gatna- og gönguleiðum. Starfsmenn félagsins búa yfir víðtækri reynslu og eru fastráðnir um 40.
Hreinsitækni ehf. er með skýra umhverfisstefnu og leggur mikla áherslu á að nota eingöngu umhverfisvæn efni við öll þrif. Á það við hvort sem er þrif á spilliefnum eða almennum og reglubundnum þrifum á gatnakerfum, byggingum ofl

Tækjamenn/konur með meirapróf
Hreinsitækni ehf leitar að öflugum tækjamönnum/konum með vinnuvélaréttindi á starfsstöð í Reykjavík. Um er að ræða starf á gangstéttasóp og önnur tilfallandi störf. Dagvinnutími er 08:00 - 16:00, en yfirvinna er einnig í boði. Möguleiki á framtíðarstarfi.
Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna á gangstéttasóp, sópun gatna og stíga.
- Umhirða tækja
- Verkefnin eru fjölbreytt og yfirvinna í boði á álagstímum.
- Umhirða tækja
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vinnuvélaréttindi
-
Gerð er krafa um lágmarks íslenskukunnáttu í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
-
Stundvísi og reglusemi er skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
Advertisement published1. April 2025
Application deadline15. April 2025
Language skills

Required
Location
Stórhöfði 37, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Driver's license (B)PunctualHeavy machinery license
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Verkstjóri - Akranes
Terra hf.

Rennismiður
Stálorka

Vélamaður í Vatnsskarðsnámu
Steypustöðin

Vélamaður á Húsavík
Vegagerðin

Workers and machines operators wanted full and part time
Klettur-Skipaafgreiðsla ehf.

Steypubílstjóri
Steypustöðin

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Steypubílstjóri - Mixer Truck Driver
BM Vallá

Tækjastjórnandi steypudælu - Concrete Pump Operator
BM Vallá

Rafvirki
Blikkás ehf

Starfsmaður í þjónustu og viðgerðarstarf
Dynjandi ehf

Laust starf við Þjónustumiðstöð Ölfuss í Þorlákshöfn
Sveitarfélagið Ölfus