
Starfskraftur á Byggðasafninu í Görðum Akranesi
Starfsfólk Byggðasafnsins í Görðum er hluti af litlu en samstilltu teymi sem sinnir daglegu starfi safnsins og tryggir góða upplifun gesta. Markmið starfsins er að stuðla að fræðslu, þjónustu og menningarlegri upplifun þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, gestrisni og virðingu fyrir menningararfi svæðisins.
Í starfinu felst að taka á móti gestum safnsins, miðla upplýsingum um sýningar og sögu svæðisins, annast sölu aðgangsmiða og hafa eftirlit með húsnæði og útisvæði safnsins. Starfsmaður tekur einnig þátt í daglegum þrifum, viðhaldi og frágangi, og getur sinnt móttöku hópa og viðburða utan opnunartíma eftir þörfum.
Viðkomandi ber ábyrgð á að viðvera, framkoma og umgengni stuðli að jákvæðri ímynd safnsins og faglegri þjónustu við gesti.
Starfið hentar vel einstaklingum sem hafa áhuga á menningarstarfi, ferðaþjónustu og sögu, og vilja afla sér reynslu sem nýtist í frekara námi eða starfi
-
Taka á móti gestum, selja miða og veita upplýsingar.
-
Hafa eftirlit með húsum safnsins og útisvæði.
-
Bjóða upp á góða upplifun fyrir ferðamenn, skólahópa og fyrirtæki.
-
Þrif og frágangur í rýmum safnsins (m.a. snyrtingum, kaffistofu og sýningarrýmum).
-
Daglegt viðhald, s.s. að ganga frá rusli, ryksuga, sópa og halda svæðinu snyrtilegu.
-
Gera upp kassa og ganga frá við lokun.
-
Sinna öðrum tilfallandi verkefnum.
-
Menntun á sviði menningarfræða, safnafræða, ferðamálafræði, mannfræði, sagnfræði, listfræði, hönnunar eða þjónustugreina.
-
Góð þjónustulund og jákvætt viðmót.
-
hefur áhuga á menningar- og safnastarfi.
-
Getur unnið sjálfstætt og sýnir frumkvæði og ábyrgð í starfi.
-
talar góða íslensku og ensku (önnur tungumál teljast kostur).
-
hefur áhuga á að miðla upplýsingum og skapa jákvæða upplifun fyrir gesti.
-
Aldur 20 ára og eldri.
Icelandic
English










