Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri á Þjónustuborði Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á Þjónustuborði HÍ. Starfsfólk á Þjónustuborði veitir yfirgripsmikla þjónustu við deildir háskólans, fjölbreyttan hóp nemenda, starfsfólk og aðra sem til skólans leita. Það er einnig leiðandi í innleiðingu nýs þjónustukerfis háskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla og úrlausn á erindum nemenda, starfsfólks og gesta, innlendra sem erlendra. Ýmist á staðnum, í gegnum beiðnakerfi, netspjall, tölvupóst og síma. 
  • Móttaka greiðslna fyrir þjónustu og uppgjör í lok vinnudags.
  • Upplýsingagjöf og aðstoð er varðar nám og starfsemi háskólans.
  • Bóka stofur, fundaherbergi og sali fyrir ýmsa viðburði innan skólans.
  • Umsjón með gestaíbúðum háskólans.
  • Þátttaka í þróunarverkefnum á sviði þjónustu og önnur tilfallandi verkefni. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf er æskilegt. 
  • Rík þjónustulund, lipurð í mannlegum samskiptum og að geta unnið sjálfstætt.
  • Góð almenn tölvufærni. 
  • Reynsla af vinnu með spjallmenni og þekking á notkun gervigreindar í starfi er kostur. 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Þekking í öðrum tungumálum og skilningur á ólíkum menningarheimum er kostur.
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
Advertisement published20. October 2025
Application deadline30. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags