Fangelsismálastofnun
Fangelsismálastofnun

Sumarstörf í fangelsum

Fangelsismálastofnun leitar að áhugasömu fólki til að starfa við fangavörslu í sumar. Í boði eru sumarstörf í fjórum fangelsum víðsvegar um landið.

Fangelsið Hólmsheiði er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi fyrir öll kyn, með aðstöðu fyrir afplánun styttri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Fangelsið er staðsett við Nesjavallaleið í Reykjavík.

Fangelsið Litla-Hrauni er lokað fangelsi fyrir karlkyns afplánunarfanga og er staðsett á Eyrarbakka.

Fangelsin Kvíabryggju og Sogni eru skilgreind sem opin fangelsi. Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi og rekið í nánu samstarfi við Litla-Hraun. Fangelsið Kvíabryggju er staðsett við Grundarfjörð á Snæfellsnesi.

Við leitum að jákvæðu fólki sem er framúrskarandi í samskiptum og langar að vinna í lifandi og krefjandi starfsumhverfi. Um er að ræða bæði störf í dagvinnu og vaktavinnu. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðsögn og aðstoð við skjólstæðinga
  • Eftirlit og verkstjórn 
  • Þátttaka í allri daglegri starfsemi fangelsa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun
  • Jákvætt viðhorf og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymum
  • Geta til að bregðast skjótt við breytilegum aðstæðum
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Góð tölvufærni
Advertisement published26. March 2025
Application deadline6. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relations
Professions
Job Tags