Leikskólinn Skýjaborg
Leikskólinn Skýjaborg
Leikskólinn Skýjaborg

Skýjaborg auglýsir eftir þroskaþjálfa í 100% starf

Leikskólinn Skýjaborg óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 100% ótímabundna stöðu frá 5. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi.

Skýjaborg er tveggja deilda leikskóli í Melahverfi, Hvalfjarðarsveit með allt að 40 börn. Í Skýjaborg er lögð áhersla á umhverfismennt, útinám, snemmtæki íhlutun í máli og læsi og sjálfsprottinn leik. Skólinn er grænfánaskóli og gildi skólans eru: Vellíðan, virðing, metnaður og samvinna.

Í Skýjaborg gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu við Heiðarskóla og fleiri stofnanir.

Heimasíða leikskólans er: https://skoli.hvalfjardarsveit.is/

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.

·       Veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og kennslu.

·       Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu, fagaðila og aðra ráðgjafa og situr fundi og viðtöl með þeim.

·       Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu, uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.

·       Starfar í sérkennsluteymi leikskólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Starfsleyfi sem þroskaþjálfi*

·       Reynsla af vinnu með börnum

·       Reynsla af skipulagningu sérkennslu og þjálfunar 

·       Góð íslenskukunnátta

·       Góð samskiptahæfni

·       Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 

*Ef ekki fæst þroskaþjálfi verður horft til menntunar og reynslu.

Fríðindi í starfi

·       35 klst. vinnuvika / 7 klst. vinnudagur. Afleysing er í húsi fyrir styttingunni.

·       Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30. 

·       6 skipulagsdagar á ári.

·       Veittur er styrkur til náms í leikskólakennaranámi. 

Advertisement published27. March 2025
Application deadline13. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Innrimelur 1, 301 Akranes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)PathCreated with Sketch.Developmental counselor
Professions
Job Tags