Sumarstörf í dagdvölinni Árblik
Dagdvölin Árblik auglýsir eftir að ráða í sumarstörf 2025.
Árblik er almenn dagdvöl fyrir eldri borgara. Unnið er alla virka daga, frí um helgar og rauða daga. Starfsmaður í dagdvöl starfar samkvæmt lögum og reglugerð sem við eiga og samkvæmt stefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
-
Umönnun þjónustuþega
-
Stýra virknistarfi þjónustuþega
-
Veita þjónustuþegum félagsskap og stuðning
-
Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur
-
Reynsla af umönnun kostur
-
Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Færni í mannlegum samskiptum
-
Íslenskukunnátta áskilin
-
Jákvæðni, þolinmæði, stundvísi og heiðarleiki áskilin