Starfsmaður í skammtímadvöl - Svöluhraun
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða glaðlynda og áhugasama starfsmenn í nýja skammtímadvöl fyrir fötluð börn. Starfshlutfall er 30-50% í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, nætur- og helgarvaktir og best væri ef viðkomandi gæti hafið störf 15. mars 2025.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni þjónandi leiðsögn.
Skammtímadvöl er fyrir fötluð börn og ungmenni og er misjafnt hvað þau dvelja lengi í senn. Hlutverk með skammtímadvöl er að veita börnum og fjölskyldum þeirra stuðning. Á meðan á dvöl stendur fá börnin og ungmennin aðstoð við sín daglegu verkefni, njóta umönnunar og afþreyingar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoða fötluð börn við athafnir daglegs lífs og umönnun
- Skipuleggja afþreyingu og virkja börn og ungmenni til ýmissa tómstunda.
- Samskipti við foreldra
- Almenn heimilisstörf
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Einlægur áhugi á málefnum fatlaðra barna
- Mikilvægir eiginleikar eru sveigjanleiki, samviskusemi, lipurð og jákvætt viðhorf
- Hugmyndaauðgi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Starfið krefst góðs líkamslegs atgervis
Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Halldórsdóttir forstöðukona í síma: 585-5768, netfang: [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2025
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.