
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Sumarstörf hjá BL
Starfsfólk BL leitast eftir að ráða til sín sumarafleysingarfólk sem hefur;
- ánægju af því að veita góða þjónustu
- löngun til að skara framúr
- nægjanlegt sjálfstæði til að grípa inn í og stýra málum í réttan farveg
- ánægju af samvinnu og mannlegum samskiptum
Störf sem ráðið verður í:
- Bókhald
- Sölu á nýjum bílum
- Sölu á notuðum bílum
- Þjónustufulltrúi á þjónustusviði BL
- Akstur skutluþjónustu
- Lagerstörf og útkeyrsla á vörum
- Standsetning nýrra bíla
Starfsfólk okkar lofar skemmtilegu og hvetjandi vinnuumhverfi ásamt góðri vinnuaðstöðu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Fagleg framkoma
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Jákvæðni og heiðarleiki
- Tölvulæsi
- Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Framúrskarandi þjónustulund
- Ökuréttindi
Advertisement published7. February 2025
Application deadline21. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Vesturvör 30A, 200 Kópavogur
Kauptún 1, 210 Garðabær
Hestháls 6-8
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
HonestyPositivityIndependenceSalesPunctualTeam workCustomer service
Suitable for
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Afgreiðslufulltrúi / Customer service
Happy Campers

Sumarstörf Icewear - Höfuðborgarsvæðið
ICEWEAR

Hefur þú áhuga á bílum? Sumarstarf
Stilling

Verkstæðismóttaka
Toyota

Þjónar í fullt starf
Íslenski Barinn

Afgreiðsla eða Crêpes gerð - Akureyri
Sykurverk Café

Kópavogslaug - Hlutastarf (52%)
Kópavogsbær

Varahlutir - Selfoss
Aflvélar ehf.

Sölumaður í hljóð-, ljósa- og myndlausnum.
Luxor

Sumarstörf í Hvammsvík
Hvammsvík Sjóböð ehf

Sérfræðingur í greiningum
HD

Þjónusta í apóteki - Fjarðarkaup
Apótekarinn