Sumarstörf á HSU - Læknar og læknanemar á Lyflækningadeild
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða lækna og læknanema til starfa í sumar á lyflækningadeild HSU Selfossi.
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga á svæðinu. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri. Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega og starfsfólks eru okkar leiðarljós.
- Hefðbundin deildarvinna á milli kl. 8 og 16 virka daga
- Teymisvinna
- Möguleiki á að taka aukavaktir á bráðamóttöku HSU á Selfossi
Lyflækningadeild HSU er 18 - 22 rúma deild þ.s. sjúklingar með ýmis (almenn lyflæknis)vandamál eru inniliggjandi. Á deildinni starfa að jafnaði 2 - 3 unglæknar og 1 sérfræðingur, sem tekur virkan þátt í deildarstarfinu ásamt reyndum hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfara og flæðisstjóra, og í virku samstarfi við bráðamóttökuna.
Innan lyflækningadeildar starfa sérfræðingar í lungnalækningum, hjartalækningum, meltingarfæralækningum, bráðalækningum, öldrunarlækningum og krabbameinslækningum.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir metnaðarfulla lækna og læknanema sem hafa áhuga á að vinna á sjúkrahúsi rétt fyrir utan Höfuðborgarsvæðið.
- Íslenskt lækningaleyfi eða staðfesting á framvindu náms.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni í tjáningu í ræðu og riti
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf