Sumarstörf á HSU - Læknar og læknanemar á heilsugæslu
Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir læknum og læknanemum í sumarstarf á heilsugæsluna á Selfossi.
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
- Almennar lækningar og heilsuvernd
- Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda
- Vaktþjónusta
Heilsugæslan á Selfossi sinnir Árborg og nærliggjandi byggðum. Við stöðina eru skráðir um 11 þúsund skjólstæðingar og er þannig ein stærsta heilsugæslan á landsbyggðinni.
Starfsstöðvar innan HSU vinna þétt saman og eru skipaðar frábæru starfsfólki og er gott aðgengi að blóðrannsókn og myndarannsókn.
Öflugur stuðningur frá sérfræðingum er á vöktunum.
Sumarstarf á HSU á Selfossi er frábært tækifæri til að kynnast heilsugæslu og bráðaþjónustu út á landi í öruggu umhverfi.
- Íslenskt lækningaleyfi eða stafesting á framvindu náms
- Góð íslenskukunnátta
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni í tjáningu í ræðu og riti
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf