
Sumarstörf - Kópavogsbær
Kópavogsbær býður upp á fjölbreytt sumarstörf á hverju ári fyrir 18 ára og eldri. Í boði eru m.a. störf í Þjónustumiðstöð, garðyrkju, skógrækt, sundlaugum, íþróttavöllum, sumarnámskeiðum fyrir börn, skapandi sumarstörf og á bæjarskrifstofum svo eitthvað sé nefnt.

Sumarstarf - Helgarvinna í Kópavogslaug
Laus eru til umsóknar sumarstörf í Kópavogslaug
Sundlaug Kópavogs er staðsett í vesturbæ Kópavogs stutt frá Hamraborginni og er einn stærsti sundstaður landsins. Þar eru sundlaugar úti og inni, ásamt heitum pottum, köldum potti, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni eru á fjórða tug starfsmanna, 7 til 10 starfsmenn á hverri vakt.
Laugin er opin virka daga frá kl. 06:30 til 22:00 og um helgar frá 08.00 til 20.00. Vinnan hefst 15 mín. fyrir opnun og lýkur 30 mín. eftir lokun. Unnið er á tveimur vöktum virka daga en einni vakt um helgar.
Kópavogslaug auglýsir eftir sumarstarfsfólki til starfa bæði í fullt starf sem og helgarstarf. Þessi umsókn er eingöngu um helgarstarf.
Allir starfsmenn fá kennslu í skyndihjálp, björgun og fleiru.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Laugarvarsla sem felst í öryggiseftirliti og þrifum við laugar bæði úti og inni.
- Baðvarsla sem einkum er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisgæslu á þeim stöðum.
- Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjandi verður að vera orðið 20 ára.
- Allgóð sundkunnátta er áskilin, því laugarverðir verða að standast sundpróf, sem er svipað og 10. sundstig grunnskóla.
- Stundvísi, samstarfseiginleikar, reglusemi, vinnusemi, samviskusemi og þjónustulund eru eiginleikar sem við metum mikils.
- Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð.
- Sundlaug Kópavogs er reyklaus vinnustaður.
- Góð íslenskukunnátta.
Advertisement published16. January 2026
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicRequired
Location
Borgarholtsbraut 17, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
Customer checkoutNon smokerConscientiousPunctualSwimmingCustomer serviceCleaning
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Sölu- og þjónustufulltrúi
Veltir

Weekday - Sales Advisor 8H/week
Weekday

Vilt þú vaxa með okkur? Fjölbreytt störf í boði!
IKEA

ATVINNA Í BOÐI HELGAR- OG SUMARSTARF
Birgisson

Söluráðgjafi í verslun
Birgisson

Áhugavert skrifstofustarf á Brjóstamiðstöð
Landspítali

Sumarstarf - Fullt starf í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Rafgeymasalan - Afgreiðsla og þjónusta
Rafgeymasalan ehf.

Saga Lounge Agent - Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli 2026
Icelandair

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
ÍSBAND verkstæði og varahlutir

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Sumarstarf í verslun - BYKO Selfossi
Byko