

Sumarstarf - Bílstjóri á höfuðborgarsvæðinu
Pósturinn leitar að bílstjóra í útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu. Starfið felur í sér að koma sendingum til skila til viðskiptavina.
Um er að ræða tímabundið starf í sumar Unnið er 3-5 kvöld í viku samkvæmt samkomulagi og er vinnutími að jafnaði frá 17:30-22:30.
Hæfnikröfur:
- Bílpróf er skilyrði
- Aldurstakmark er 18 ár
- Sterk ábyrgðartilfinning
- Grunn tölvukunnátta
- Rík þjónustulund og góð samskiptafærni
- Lausnamiðuð hugsun
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2025. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Ragnars Guðjohnsen, deildarstjóri dreifingar, [email protected].
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.












