DTE
DTE
DTE

Lager- og innkaupafulltrúi

Eru innkaup, lagerhald, röð og regla þín ástríða?

DTE býður upp á spennandi og krefjandi starf fyrir reyndan einstakling til að annast innkaup og lagerstýringu fyrirtækisins.

Þú ert rétta manneskjan í starfið ef þú ert með fókus á gæði, tryggir að farið sé eftir reglum og heldur vinnuferlum markvissum og skilvirkum.

Til að ná árangri í starfi þarftu að geta stýrt og fínstillt innkaupaferla og haft góða yfirsýn yfir verkefnin hverju sinni.

Markmið starfsins

  • Annast innkaup fyrir bæði framleiðslu og vöruþróun.
  • Kaupa vörur og þjónustu tímanlega samkvæmt samningum.
  • Móttaka vara og skráning í lagerkerfi ásamt vöktun á lagerstöðu fyrirtækisins.
  • Sjá um rétta skráningu verkefna með tilliti til kostnaðar og fjárhagsáætlunar.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Bein samskipti við innflytjendur og framleiðendur íhluta sem framleiða samkvæmt teikningum DTE, bæði innanlands og erlendis.
  • Stýra fjölbreyttum ferlum, þar á meðal birgðakeðjustýringu, mati á birgjum, útgáfu innkaupabeiðna og kaupum á vörum og þjónustu.
  • Samningaviðræður við birgja um verð og afhendingartíma.
  • Þróa innkaupastefnu, viðhalda góðum samskiptum við birgja og samhæfa við innanhúsdeildir um birgðaþarfir.
  • Halda lagerskrá uppfærðri og tengja keypta hluti og þjónustu við viðeigandi verkefni.
  • Umsjón með inn- og útflutningi og samskipti við flutningsaðila.
  • Setja af stað framleiðslubeiðnir í Business Central, útbúa tiltektarseðla fyrir framleiðslu og panta íhluti til að bæta upp skort.
  • Aðstoð við skráningu og viðhald á uppskriftum (Bill of Materials) í Business Central.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ítarleg þekking á uppbyggingu Business Central og notkun þess í innkaupum, utanumhaldi uppskrifta og samsetningu vara. Reynsla af Dynamics 365 er kostur.
  • Reynsla af samskiptum við iðnaðarbirgja og þátttöku í verkefnavinnu.
  • Hæfni til að vinna í teymi þar sem nákvæmni, tímasetningar og ábyrgð á niðurstöðum skiptir miklu máli.

Færni

  • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Sköpunargáfa og lausnamiðuð hugsun í samvinnu við teymið.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Hæfni í áætlunargerð, verkefnastjórnun og eftirfylgni markmiða.
  • Almenn tölvufærni og hæfni til að vinna með tæknileg skjöl.
  • Góð færni í íslensku og/eða ensku er nauðsynleg.
Advertisement published10. April 2025
Application deadline27. April 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Expert
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Lambhagavegur 5, 113 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Stock managementPathCreated with Sketch.Stockroom workPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.Team work
Work environment
Professions
Job Tags