
Sumarstarf
Hraunborg er þriggja deilda leikskóli í Hraunbergi 10 í Breiðholti í Reykjavík. Leikskólinn er staðsettur í jaðri Elliðaárdals og stutt er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúrusvæði. Í leikskólanum er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi, málörvun, stærðfræði, hreyfingu, vettvangsferðir, samskipti og sköpun. Starfað er í anda sjálfsstjórnarkenninga um Jákvæðan aga og í anda heiltækrar skólastefnu með fjölbreyttum starfsháttum og viðfangsefnum til að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga. Einkunnarorð Hraunborgar og leiðarljós í starfi eru: Leikur, læsi og lífsgleði.
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
Leyfisbréf kennara, önnur uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Góð samskiptafærni.
Frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.
Viðkomandi verður að vera orðin 18 ára.












