Víkurskóli
Víkurskóli

Stuðningsfulltrúi

Laus er til umsóknar staða stuðningsfulltrúa við Víkurskóla. Leitað er að aðila með hæfni til að starfa með nemendum á á öllum stigum. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg. Um 70-100% starf er að ræða.

Um Víkurskóla

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og annarra starfsmanna um fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar, Uppeldis til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar nemendur og ýtir undir færni og sjálfstæði þeirra
  • Vinnur eftir áætlun sem útbúin hefur verið í samráði við kennara, sérkennara og aðra ráðgjafa
  • Gæsla nemenda í frímínútum og starf í skólavistun
  • Situr fag-, teymis- og foreldrafundi eftir því sem við á
  • Þátttaka í starfi grunnskóla í samráði og að óskum skólastjóra


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
  • Jákvæðni og sveigjanleiki er nauðsynlegur eiginleiki

Við bjóðum upp á:

  • Aðstoð við flutning og öflun húsnæðis fyrir fagfólk
  • Mjög góðan starfsanda og liðsheild
  • Fjölbreytt og öflugt skólastarf

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk. Staðan eru laus frá 1. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 4871242 / 7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.is

Advertisement published14. May 2025
Application deadline1. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Mánabraut 3, 870 Vík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Ambition
Professions
Job Tags