

Stuðningsfulltrúi í Varmárskóla
Viltu vera með í að styðja við snillinga framtíðarinnar?
Í Varmárskóla eru rúmlega 400 nemendur í 1.-6. bekk og þar er unnið í anda Uppbyggingastefnunnar. Við skólann starfar öflugur starfsmannahópur sem vinnur sem ein heild að því að gera gott skólastarf enn betra. Má kannski bjóða þér að vera hluti af þessum góða hópi? Stuðningsfulltrúar aðstoða kennara og nemendur í námshópum og sinna gæslu í frímínútum.
Um er að ræða 60-70% starf, með möguleika á viðbót í Frístundaseli til að ná fullu starfi.
Frekari upplýsingar um starfið veita Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri í síma 893 2182 og Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri í síma 863 4960.
Aðstoð við nemendur og kennara í kennslustundum og gæsla í frímútum.
Menntun á sviði uppeldis eða kennslu er æskileg.
Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður er kostur.
Góð færni í mannlegum samskiptum er skilyrði.













