

Stuðningsfulltrúi í Suðurhlíðarskóla
Suðurhlíðarskóli er sjálfstætt starfandi kristilegur grunnskóli staðsettur í Suðurhlíð 36 í Reykjavík. Nemendur skólans eru 65 í 1.-10. bekk. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi skólastarf, nám við hæfi hvers og eins, samfélagsþjónustunám og teymisvinnu.
Suðurhlíðarskóli vinnur með Uppbyggingarstefnuna - Uppeldi til ábyrgðar að leiðarljósi.
Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, þátttaka og þjónusta.
-
Stuðningsfulltrúar aðstoða nemendur náms- og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði
-
Er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð
-
Skipulagning á frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn eftir að skóla lýkur á daginn
-
Leiðbeina börnum í námi, leik og starfi í nánu samstarfi við kennara, sérkennara og/eða iðjuþjálfa, eftir áætlun og leiðsögn þeirra.
-
Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
-
Samskipti og samstarf við foreldra
-
Nám stuðningsfulltrúa eða önnur sambærileg menntun æskileg
-
Reynsla af uppeldi eða starfi með börnum æskileg
-
Mjög góð íslenskukunnátta
-
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
-
Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
-
Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
-
Aldursviðmið: 22 ára og eldri













