

Stjórnandi sumarnámskeiða Breiðabliks
Sumarnámskeið Breiðabliks eru alltaf gífurlega vinsæl og um 1000 börn skrá sig á hverju sumri.
Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn á 7 aldursári og til 10 ára.
Börnin geta valið á milli 6 námskeiða sem eru: fótbolti, körfubolti, skák, frjálsíþróttir, rafíþróttir og ævintýranámskeið.
Hvert námskeið stendur yfir í eina viku og er annaðhvort fyrir hádegi(kl 9-12) eða eftir hádegi (kl 13-16). Þannig er hægt að blanda saman tveimur námskeiðum í viku og svo jafnvel prófa önnur námskeið í öðrum vikum.
Námskeiðin bjóðast í 7 vikur frá 10. júní, svo kemur 2ja vikna frí í kringum verslunarmannahelgina og loks er ein vika af námskeiðum í ágúst(11.-15. ágúst).
Það er semsagt unnið í 8 vikur + 1 vika í undirbúning. Þannig að stjórnandi sumarnámskeiðanna þarf helst að geta hafið störf 2. júní.
Stjórnandi sumarnámskeiðanna þarf að vera mjög skipulagður og hæfur í samskiptum enda stýrir hann öllum leiðbeinendum námskeiðanna(8-9 fullorðnir) ásamt tugum unglinga(50-70 manns) frá Vinnuskóla Kópavogs. Unnið er í nánu samstarfi við Íþróttastjóra Breiðabliks.
- Verkstýra leiðbeinendum námskeiðanna og unglingum úr Vinnuskóla Kópavogs
- Skipuleggja dagskrá fyrir hvert námskeið ásamt yfirleiðbeinendum námskeiðanna
- Skrá niður vinnutíma hjá öllu starfsfólki námskeiðanna ásamt því að skipuleggja vinnutíma unglinganna þar sem þau vinna bara hluta úr sumri.
- Sjá um samskipti við foreldra barna sem skráð eru á námskeiðin ef þarf.
- Vinna í góðu samstarfi við skrifstofu Breiðabliks og þá sérstaklega Íþróttastjóra félagsins.
- Reynsla af kennslu og/eða þjálfun er mikill kostur
- Íþrótta- og/eða félagsfræðimenntun er mikill kostur
- Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára













