
Lýsi
Hjá Lýsi starfar öflugur og fjölbreyttur hópur fólks. Er það markmið Lýsis að gera starfsfólk þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild sem vinnur að sama marki.
Lýsi er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsuvörur úr sjávarafurðum og flytur út vörur til yfir 70 landa. Starfsemin byggir á samhentum og jákvæðum mannauði sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi.
Lýsi leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun þess svo þau geti leyst störf sín af hendi með sóma og líði vel í starfi. Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar.
Menning Lýsis einkennist af heiðarleika, jákvæðni, ábyrgð og virðingu.

Starfsmaður í pökkun
Lýsi leitar að vélavönum starfsmanni í pökkun
Um er að ræða starf í pökkun neytendavara þar sem keyrðar eru þrjár pökkunarlínur, flöskuáfylling fyrir fljótandi lýsi, töflu/hylkjaáfylling í glös og álþynnupökkun fyrir hylki og töflur.
Sem starfsmaður í pökkun gegnir þú mikilvægu hlutverki í framleiðsluferli okkar. Þú ásamt pökkunarteyminu sérð til þess að vörum okkar sé pakkað rétt og samkvæmt gæðastöðlum.
Við bjóðum upp á jákvætt og vinalegt vinnuumhverfi þar sem samstarfsfólk er tilbúið að aðstoða.
Áhugasöm eru hvött til að sækja um hér á Alfreð.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stilling og uppsetning á tækjasamstæðum
- Einfalt viðhald og umhirða á búnaði
- Keyrsla pökkunarlína
- Vöktun og eftirlit með framleiðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tæknimenntun eða reynsla sem nýtist í starfi er æskileg
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Nákvæmni og hafa auga fyrir smáatriðum
- Jákvæðni og sveigjanleiki
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
- Hjólageymsla
- Sturtuaðstaða
- Starfsmannafélag
Advertisement published10. October 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
HonestyPositivityAmbitionConscientiousIndependencePlanningPunctualFlexibilityTeam workMeticulousnessPatience
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Starf í verksmiðju / Factory staff
Nicopods ehf

Leitum að smiðum í fjölbreytt verkefni
Atlas Verktakar ehf

Handlaginn einstaklingur á Verkstæði
Toyota

Starfsmaður á þjónustustöð Selfossi
Vegagerðin

Starfsmaður í steypuþjónustu
Jarðboranir

Starfsmaður á þjónustu og viðgerðaverkstæði
Dynjandi ehf

Starfsmaður í Vöruhús - Helgarstarf
Raftækjalagerinn

Ævintýragjarn aðstoðarmaður óskast!
NPA miðstöðin

Starfsmaður í móttöku og gámalosun
Aðföng

Umsjónarmaður fasteigna og tækja.
Bónus

Starf við fiskeldi
Stolt Sea Farm

Reykjavík: Bifvélavirki / vélvirki óskast - Car mechanic
Íslenska gámafélagið ehf.