Starfsfólk í sérkennslu
Leikskólinn Ævintýraborg við Eggertsgötu leitar eftir starfsfólki í sérkennslu. Leikskólinn er 5 deilda með 85 börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði Reggio Emilia og leggur mikla áherslu á virðingu og vellíðan. Viðbótarupplýsingar má nálgast á netinu: https://reykjavik.is/aevintyraborg-vid-eggertsgotu
Á Ævintýraborg er fjölmenningarlegt samfélag barna og starfsfólks sem vinnur eftir einkunnarorðunum virðing og vellíðan. Sérkennari sér um framkvæmd og eftirfylgd á námi og leik barna sem þurfa sértæka aðstoð og umönnun inn á deild. Unnið er í teymisvinnu þar sem allir hjálpast að og leiðsögn er fengin frá sérkennslustjóra og sérfræðingum frá Vesturmiðstöð.
Ævintýraborg er fimm deilda leikskóli með 85 börnum og starfar í anda Reggio Emilia. Við höfum nýlega tekið þátt í þróunarverkefni með 5 öðrum skólum við innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og erum þar af leiðandi orðinn Réttindaskóli.
Leikskólinn er staðsettur miðsvæðis í Reykjavík. Í nánasta umhverfi er Norræna húsið, Ægissíðan, Skerjafjörður og fallegar gönguleiðir og staðir sem gaman er að njóta.
Áhersla er lögð á barnið sem færan einstakling þar sem barnið er virkur þátttakandi í námsferlinu. Við viljum hvetja börnin áfram á einstaklingsmiðaðan hátt ásamt því að sjá styrkleika hvers og eins. Leikskólinn starfar í tveimur húsnæðum á sömu lóðinni en lögð er áhersla á að skólinn er ein heild og því allir hluti af heildinni. Við leggjum mikla áherslu á góðan starfsanda og samvinnu.
Á leikskólanum færð þú frían hádegismat og átt rétt á sund- og menningarkorti. Auk þess er 36 stund vinnuvika og samgöngustyrkur.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Starfið er laust strax.
Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrá.
Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.
Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af starfi með börnum er æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Góð íslenskukunnátta - B2 samkvæmt íslenska tungumálarammanum -Self-assessment Grids (CEFR) - European Language Portfolio (ELP)
- Menningarkort – bókasafnskort.
- Sundkort.
- Samgöngustyrkur.
- Heilsuræktarstyrkur.
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
- Forgangur í leikskólapláss.