

Starfsfólk í eldhús / Kitchen staff
//English below//
Midgard á Hvolsvelli auglýsir eftir starfsfólki í eldhús. Okkur langar að viðkomandi sé glaðlyndur, jákvæður, hafi mikinn áhuga á mat og geti unnið sjálfstætt. Á veitingastaðnum okkar leggjum við mikla áherslu á gæði í mat. Við vinnum með íslenskt hráefni undir áhrifum af norrænni matargerð. Við vöndum okkur við kolefnissporið með því að kaupa eins mikið og við getum frá nágrönnum okkar og erum með nokkuð virkt kerfi um matarsóun. Við stefnum á að taka enn frekari spor í átt að minna kolefnisspori og matarsóun og því er mikilvægt að viðkomandi sé einnig á þeirri línu og sé til í að taka þátt í þeirri vinnu með okkur.
-
Almenn matseld og eldhússtörf
-
Umsjón með daglegum verkefnum
-
Tímastjórnun
-
Samvinna með öðrum starfsmönnum í eldhúsi og móttöku
-
Önnur tilfallandi verkefni
-
Réttindi matreiðslumanns eða matartæknis, eða haldgóð reynsla af samskonar störfum
-
Rík þjónustulund
-
Góð samskiptahæfni
-
Góð enskukunnátta
-
Ástríða fyrir matargerð
-
Sterk umhverfisvitund
English
Icelandic










