
Atlantik
Ferðaskrifstofan Atlantik er ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins og hefur verið starfandi í rúmlega 45 ár.
Starfsemi Atlantik snýr annars vegar að því að veita sérhæfða þjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskipa og hins vegar að skipuleggja og sjá um hvataferðir, viðburði, ráðstefnur og sérsniðnar ferðir innanlands fyrir erlenda einstaklinga og hópa. Það er heiður að fá að taka þátt í að búa til sem besta upplifun fyrir gesti sem heimsækja Ísland og starfsfólk Atlantik gerir það af fagmennsku og virðingu í öflugri liðsheild. Frumkvæði og útsjónarsemi eru einnig mikilvæg í öllu okkar starfi.
Atlantik vill ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk til góðra verka, sem sýnir starfi sínu einlægan áhuga og vinnur saman sem ein heild að settum markmiðum, á jákvæðum vinnustað, þar sem allir taka þátt og eru virkir í að móta starfsumhverfið. Frumkvæði, góð samskipti og þjónustulund í starfi eru nauðsynlegir eiginleikar og jafnframt eflum við metnað starfsmanna til þess að takast á við krefjandi og þroskandi verkefni við þjónustu við ferðamenn.

Spennandi og fjölbreytt sumarstörf
Ferðaskrifstofan Atlantik leitar að öflugu og metnaðarfullu sumarstarfsfólki.
Við leitum að fólki sem mun aðstoða verkefnastjóra Atlantik við að undirbúa og skipuleggja ferðir og verkefni. Vinnan fer fram að miklu leyti á skrifstofu Atlantik en einnig þarf að taka á móti hópum og sinna þeim þegar að þeir koma til landsins. Störfin eru fjölbreytt, skemmtileg og gefandi, og eru tilvalin fyrir fólk sem er í námi en einnig getur þetta verið tækifæri til þess að fá reynslu af slíku starfi og möguleiki er á fullu starfi í framhaldinu ef vel gengur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við bókanir, úrvinnslu og framkvæmd ferða á Íslandi fyrir farþega skemmtiferðaskipa, hvataferðahópa og önnur tengd verkefni
- Samskipti við innlenda birgja og erlenda samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi enskukunnátta, íslenska og önnur tungumál kostur
- Rík þjónustulund, sveigjanleiki og möguleiki á að vinna mikið á álagstímum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Nákvæmni og skipulagshæfileikar
- Bílpróf og bíll til umráða er kostur
Advertisement published13. February 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Optional
Location
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (11)

Pre-Opening Leadership Team at Black Sand Hotel
Black Sand Hotel

Þjónustufulltrúi
PLAY

Sumarstörf á skrifstofu Samskipa - Logistics
Samskip

SPENNANDI STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU
Iceland Pro Services

Sölufulltrúi á ferðaskrifstofu
Aventuraholidays

Umsjón lengri ferða - sumarstarf
Icelandia

Flugþjónustufólk - Akureyri
Icelandair

Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland

Undirbúningur ferða - sumarstarf
Icelandia

Farþegaumsjón - Sumarstarf
PLAY

Spennandi sumarstörf hjá TVG og Gáru
TVG-Zimsen