
Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sóltún - aðstoðardeildarstjóri
Sóltún hjúkrunarheimili leitar eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðing í stöðu aðstoðardeildarstjóra til að styrkja sitt faglega teymi.
Starfið felur í sér ábyrgð á stjórnun hjúkrunar ásamt ábyrgð á þjónustugæðum og öryggi á deild.
Um 100% starf er að ræða í dagvinnu. Staðan er tímabundin til október 2026 en með möguleika á framlengingu.
Sóltún hefur á að skipa öflugum hóp starfsfólks sem hefur mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan íbúanna. Framundan eru spennandi tímar í uppbyggingu og frekari þróunar á starfseminni.
Boðið er upp á íþróttastyrk, samgöngustyrk og niðurgreiddan hádegismat.
Sóltún hjúkrunarheimili er rekið af sömu aðilum og Sólvangur hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðir og skipuleggur hjúkrun á deild í samráði við deildarstjóra
- Ber meginábyrgð á klínískum viðfangsefnum og þjónustu við íbúa í samræmi við kröfur um þjónustu á hjúkrunarheimilum
- Tryggir gæði og samfellu í þjónustunni í samstarfi við deildarstjóra
- Tekur þátt í fræðslu og kennslu fyrir nýtt starfsfólk og nemendur
- Ber ásamt deildarstjóra ábyrgð á móttöku nýrra íbúa
- Tekur þátt í teymisvinnu og RAI mati
- Er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð klínísk færni og fagleg vinnubrögð
- Hjúkrunarreynsla í öldrunarþjónustu kostur
- Reynsla af notkun RAI mælitækisins er kostur
- Góð færni í verkefnastjórnun og teymisvinnu
- Sjálfstæði, frumkvæði og faglegur metnaður
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
Advertisement published24. September 2025
Application deadline8. October 2025
Language skills

Required
Location
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Hjúkrunarfræðingur á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti - tímabundin afleysing
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á bráðalegudeild lyndisraskana
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðsviðs
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur óskast á húðmeðferðarstofu
HÚÐIN Skin Clinic

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á endurhæfingardeild Grensás
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu

Viltu vera hluti af frábæru teymi? Öflugur málastjóri óskast í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali

Viðskiptastjóri
Alvogen ehf.

Aðstoðardeildarstjóri - Dauðhreinsun
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - heilbrigðisþjónusta fangelsinu Hólmsheiði
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Aðstoðardeildarstjóri á Sjúkrahóteli
Landspítali