Rolf Johansen & Co.
Rolf Johansen & Company ehf. (RJC) var stofnað af Rolf Johansen (f.1933 – d.2007) árið 1957. Fyrstu árin verslaði fyrirtækið nánast eingöngu með Bridgestone dekk. Síðar hófst innflutingur á annars konar vörum, t.a.m. Lancome snyrtivörum og tóbaksvörum.
RJC þjónustar alla anga markaðarins, s.s. matvælaverslanir, bensínstöðvar, söluturna, hótel- og veitingastaði, fríhafnir, flugfélög og skipaverslanir.
Árið 1987 byggði fyrirtækið núverandi skrifstofur sínar við Skútuvog 10a í Reykjavík. Lagerstarfsemi og dreifingu er úthýst en 12 starfsmenn RJC sinna að mestu sölu- og markaðsstörfum.
Sölufulltrúi í áfengisdeild
Gullið tækifæri fyrir kraftmikinn aðila til að slást í hressan hóp starfsfólks. Rolf Johansen & Co er leiðandi í innflutningi á mörgum af helstu áfengis- og tóbaksvörumerkjum heims. Við bjóðum gæðavörur sem gaman er að selja og leggjum áherslu á framúrskarandi þjónustu. Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af góðum hópi er Rolf Johansen & Co rétti staðurinn fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg samskipti, heimsóknir og sala til viðskiptavina.
- Greining sölutækifæra ásamt því að stofna til nýrra viðskiptasambanda.
- Ýmis þjónusta og fagleg ráðgjöf til viðskiptavina.
- Uppbygging vörumerkja og vörukynningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Söluhæfileikar, jákvæðni og skipulagshæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
- Áhugi á vöruúrvali okkar og metnaður fyrir góðri vöruþekkingu.
- Rík þjónustulund.
- Gott vald á íslensku og ensku.
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun, góða vinnuaðstöðu og hvetjandi starfsanda.
- Spennandi, líflegt og sveigjanlegt vinnuumhverfi.
- Árlegan styrk til heilsuræktar.
Advertisement published21. January 2025
Application deadline10. February 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
Very goodRequired
Location
Skútuvogur 10, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
Quick learnerProactiveHonestyClean criminal recordPositivityHuman relationsAmbitionDriver's licenceConscientiousIndependencePlanningSalesFlexibilityBusiness relationsCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Sölufulltrúi - Fullt starf
Byggt og búið
Söluráðgjafi á Selfossi
Húsasmiðjan
Counter worker
DEIG bakery
Sölu- og þjónustufulltrúi
Casalísa
Sumarstarf - Fyrirtækjaráðgjöf Skeljungs
Skeljungur ehf
Ertu frábær? Okkur vantar þjóna og í móttökuna.
Oche Reykjavik
Sölumaður
Málningarvörur
Starfsmaður í Verslun
Skartgripaverslunin Jens
Business Development Specialist
PLAIO
Sumarstarf hjá Sjóvá
Sjóvá
Við leitum að fjölhæfum einstaklingi í framtíðarstarf
Computer.is
Helgar og aukavinna í tískuvöruverslun
Curvy.is